27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Tuddinn online #2-2015 í boði Tölvulistans

Skráning er nú opin í Tuddann online #2-2015 í boði Tölvulistans! Að þessu sinni verður keppt í Counter-Strike: Global Offensive og League of Legends. Þátttökugjald í mótið er 7500 krónur á hvert lið í hvorri keppnisgrein og mun þátttökugjald að hluta til renna í verðlaun og frekari uppbyggingu Tuddans.

Opna skráningarsíðu

Athugið að allir leikmenn þurfa að skrá sig inn á síðuna og inn í lið til að taka þátt. Einnig er mikilvægt að leikmenn skrái inn Steam ID (CSGO) og/eða Summoner Name (LoL) en það er gert á eftirfarandi hátt:
1. farðu upp í hægra hornið og smelltu á "Skráður inn sem xxx" og svo á breyta upplýsingum.
2. veldu viðeigandi leik í listanum undir "Leikir" og ýttu á "bæta við"
3. ýttu á "breyta" takkann við leikinn sem þú bættir við og stimplaðu inn Steam ID eða Summoner Name

Til að nýskrá notanda, smellið hér. Að gefnu tilefni viljum við benda á að það er óæskilegt að nota sama lykilorð á mörgum síðum.

Counter-Strike: Global Offensive

Úrvalsdeild fyrirkomulag

Liðunum 16 verður skipt í tvo riðla þar sem allir spila eitt kort á móti öllum (bo1). Spiluð verður ein umferð í viku á sunnudögum og mun riðlakeppni úrvalsdeildar því klárast á 7 vikum. Eftir að riðlakeppni lýkur munu neðstu 2 lið úr hvorum riðli missa sæti sitt í úrvalsdeild og 4 efstu lið úr 1. deild munu hreppa sæti í úrvalsdeild og 16 liða útsláttarkeppni. Þau lið sem lenda í 5-6. sæti í sínum riðli í úrvalsdeild munu þurfa að spila leik við lið úr 1. deild upp á að halda sæti sínu í úrvalsdeild og 16 liða útsláttarkeppni. Allir leikir í riðlum eru bo1 en í útsláttarkeppni bo3.

Eftirfarandi lið eiga pláss í úrvalsdeild:

  1. malefiq
  2. Skaði
  3. LiNK
  4. rws
  5. VECA
  6. underestimated Gamers
  7. LTC
  8. muscle
  9. Drake
  10. eShock
  11. First Class Assholes
  12. eiturnöðrurnar
  13. MSI
  14. exercitus
  15. hombredearmas
  16. FMiF ^
Þau lið sem eiga pláss í úrvalsdeild verða að innihalda a.m.k. 3 meðlimi úr því liði sem spiluðu með því í seinustu keppni. Ef lið úr úrvalsdeild hafa skipt um nafn á milli móta þá geta þau gert tilkall til úrvalsdeildarsætis ef a.m.k. 3 meðlimir liðsins haldast á milli móta. Ef einhver þeirra liða, sem eiga pláss í úrvalsdeild sjá sér ekki fært að taka þátt, áskilja stjórnendur Tuddans sér rétt til að velja lið til að fylla upp í laus pláss í úrvalsdeild.

1. deild fyrirkomulag:

Opin skráning verður í 1. deild. Við munum vega og meta eftir skráningu hvers konar fyrirkomulag verður notað í 1. deild en við stefnum að því að hafa 8 liða riðla með svipuðu fyrirkomulagi og í úrvalsdeild.

League of Legends

Server

Allir leikir í LoL móti Tuddans verða spilaðir á EU Nordic & East (EUNE) og er því nauðsynlegt að allir spilarar hafi aðgang að þeim server.

Fyrirkomulag

Opin skráning verður í League of Legends keppnina. Þar sem þetta er fyrsta LoL mót Tuddans verður öllum liðum skipt upp í 8 liða riðla þar sem 32 eða 16 lið komast upp í útsláttarkeppni (fer eftir skráningu). Í næstu LoL mótum Tuddans munum við svo nota frammistöðu liða í þessu móti til að setja upp deildakerfi sams konar og í CS:GO mótunum. Allir leikir í riðlum eru bo1 en í útsláttarkeppni bo3.

Riðlakeppni

Í riðlakeppni munum við skipta liðum upp í riðla þar sem hver riðill inniheldur á bilinu 4-8 lið eftir skráningu. Hvert lið mun spila einn leik á móti öllum liðum í sínum riðli og verða heimalið og útilið valin af handahófi fyrir hvern leik. Sú regla verður höfð að það lið sem er skráð sem heimalið spilar á bláu hliðinni.

Útsláttarkeppni

Þau lið sem komast úr riðlakeppni og upp í útsláttarkeppni munu eiga möguleika á að spila til sigurs í keppninni. Í fyrstu umferð útsláttarkeppni verður liðum raðað upp eftir styrkleika í riðlakeppni og mun sterkasta liðið spila á móti lakasta liðinu, næststerkasta liðið á móti næstlakasta liðinu o.s.frv. Allar umferðir í útsláttarkeppni verða BO3 (það lið vinnur sem fyrr vinnur 2 leiki) og mun það lið sem er í efri styrkleika byrja á bláu hliðinni í fyrsta leik. Eftir fyrsta leik í viðureign mun það lið sem tapaði velja hvort liðið byrjar á bláu eða rauðu hliðinni.

Dagskrá

Skráning hefst í mótið mánudagskvöldið 30. júní og mun standa yfir í tæpar tvær vikur, eða til miðnættis sunnudagskvöldsins 16.ágúst. Fyrsta og önnur umferð skulu klárast fyrir sunnudagskvöldið 23. ágúst og verða umferðir spilaðar vikulega samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

Sunnudagur 23. ágúst 1. & 2. umferð í riðlum
Sunnudagur 30. ágúst 3. umferð í riðlum
Sunnudagur 6. september 4. umferð í riðlum
Sunnudagur 13. september 5. umferð í riðlum
Sunnudagur 20. september 6. umferð í riðlum
Sunnudagur 27. september 7. umferð í riðlum
Sunnudagur 4. október CS:GO umspil um sæti í úrvalsdeild
Sunnudagur 11. október Útsláttarkeppni ro32
Sunnudagur 18 október Útsláttarkeppni ro16
Sunnudagur 25. oktbóer Útsláttarkeppni ro8
Sunnudagur 1. nóvember Undanúrslit
Sunnudagur 8. nóvember Úrslit CS:GO & LoL @ LAN

Deadline hverrar umferðar er á sunnudögum kl. 20:00 og gildir sú tímasetning ef lið komast ekki að samkomulagi um spilatíma fyrir þann tíma. Athugið að þessi dagskrá er einungis til viðmiðunar og gæti breyst. Við munum þó reyna eftir mestu megni að gera dagskrárbreytingar með nógu miklum fyrirvara til þess að lið geti brugðist við þeim.

Þátttökugjald og verðlaun

Þátttökugjald á hvert lið er 7500 krónur. Helmingur þátttökugjalds fer í verðlaunapott en afgangurinn verður notaður til frekari uppbyggingar Tuddans, m.a. við kaup á netþjónum og til undirbúnings fyrir LAN mót. Upplýsingar um hvernig greiðslu þátttökugjalds skal háttað munu koma fram á allra næstu dögum.

Spurningar?

Ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega sendið okkur póst á skraning@1337.is og við munum svara eins fljótt og við getum.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!