27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

1. Umferð búinn - 2.umferð í gangi

Jæja þá er fyrsta umferðin búin í GEGT1337 Online og nokkur úrslit sem komu smá á óvart.

Fyrsta sem kom kannski ekki á óvart en var tvísýnn leikur var 16-10 sigur TVAL á HEIFT, en heiftarar voru ekki sáttir við Trasgress í þessum leik gerðu hack myndband og hugi var rauðglóandi og ég veit ekki hvað og hvað, en sigurinn góður og gildur og TVAL byrja á fínum sigri.

nWo ákvað að sýna MTFW að þeir væru ekkert lið sem hægt væri að taka auðveldlega án allrar æfingar og slíkt og tóku 15-15 jafntefli við þá sem virkilega fáir bjuggust við, fínt hjá nWo mönnum sem opna riðilinn með þessum úrslitum

Overdoze á móti los ninjas stóð undir því sem ég sagði að yrði spennandi leikur en hann endaði með 16-13 sigri Overdoze manna sem er mjög gott veganesti fyrir þá.

Stærsta upsetið voru þeir félagar í cc sem tóku Hyper nokkuð léttilega 16-5 í leik sem flestir spáðu Hyper sigri og nokkuð víst að Hyper menn verða að spíta í lófana og æfa aðeins fyrir leikina til að ná langt í þessu móti.

Næst var ég að hugsa um að líta á spennandi leiki í annarri umferðinni og svona sjá hvað hún hefur uppá að bjóða.

Umferðinn er hafinn af nokkru leiti en celph eru búnir með HEIFT 16-2 og los ninjas unnu huso$kinkz nokkuð léttilega 16-2, en allir leikir annarar umferðar fara fram í de_inferno.

Spennandi leikir í annari umferð mundi ég telja að fyrir fram væru leikir eins og t.d Overdoze vs dbsc, Hyper vs shocK og jafnvel mtfw vs Nova og ætla að taka smá umfjöllun um þá.

Overdoze vs don't be so cool

dbsc liðið byrjaði á mjög svo erfiðum leik vs fab5/seven liðinu KOKOK og töpuðu nokkuð stórt 16-5 á meðan Overdoze spilaði erfiðan leik á móti los ninjas, ég held að dbsc taki þennan leik með ágætis mun og þá sérstaklega útaf fyrsta leiknum, þeir ætla ekki að láta hann sýna sitt rétta andlit og vilja komast sterkir á töfluna með 2 stig og bæta roundastöðuna sína.

Leikmenn til að fylgjast með; dbsc|blazter dbsc|clvR

Hyper vs shocK

Held að Hyper liðið tapi þessum leik ef þeir spila ekki mun betur en gegn cc en held svo aftur á móti að þeir ætli sér ekki að tapa þessum og mæti mun stemmdari til leiks, shocK liðið er fínt en held að Hyper sé samt betra.

Leikmenn til að fylgjast með; Hyper Edderk Hyper MoSI shocK|TeSA.is shocK|s7ckoNe

Nova vs MTFW

Ef MTFW hafa einhverntíman gert gott að fá leikmann er það að fá goater fyrir þennan leik, maðurinn sem hefur á ófáum lönum verið Nova rosalega erfiður, á HRing með ax í WB leik var hann til að mynda með 35 frögg á móti 21 deaths í 16-14 leik og hefur hann alltaf haft gaman af því að spila móti nova í erfiðum leikjum og oftar en ekki leitt minna lið til sigurs, samanber ax á HRing 2009 og Addicted á HRing 2008, en aftur á móti eru Nova mun sterkari en MTFW og ættu að vinna þennan leik og fer það eftir spilamennsku goater og fABIO í þessum leik hvernig MTFW á eftir að ganga

Leikmenn til að fylgjast með; mtfw.goa7er mtfw.fABIO nova PlaymE nova JawR

Þá er bara að vona að við fáum fleiri spennandi leiki og hvet ég alla til að horfa á sem flesta leiki því þetta mót er frábært í alla staði og það kemur alltaf e-ð á óvart í CS

Jóhann 'shiNe'


hj0rtur_

30.05.2010 - 18:18

SPaðu OKKAR LEIK!

shine

30.05.2010 - 19:04

Ég spái bara athyglisverðum leikjum að mínu mati

Laukz

31.05.2010 - 23:16

ja hjölli tapaðir vs sourcurum, næææææææææææs