Kæra fjölskylda og vinir

Litla daman okkar kom í heiminn þann 23. mars síðastliðinn. Nú er loksins komið að því að gefa henni nafn og er þér/ykkur því boðið í skírn sunnudaginn 30. maí klukkan 15 í Bústaðakirkju. Skírnarveislan verður haldin í safnaðarheimili kirkjunnar að athöfn lokinni.

Vinsamlegast staðfestið komu ykkar og fjölda hér að neðan. Okkur þætti vænt um ef þið gætuð einnig fyllt út neðangreint form ef þið komist ekki svo við getum áætlað réttan fjölda.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu þá gætum við þurft að breyta þeim fjölda sem við bjóðum í veisluna. Við höfum boðið yfir 80 manns í veisluna en við gerum ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði færðar í 100 manns með nýrri reglugerð sem er væntanleg 26./27. maí næstkomandi, sbr. áætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi það ekki eftir gætum við þurft að breyta plönum og munum þá upplýsa alla um stöðu mála. Þangað til krossum við putta!

Endilega sendið okkur línu á facebook ef einhverjar spurningar koma upp eða heyrið í okkur í síma 848-6356 (Sigrún) eða 616-2636 (Snævar).

Hlökkum til að sjá ykkur,
Sigrún, Snævar og fröken Snævarsdóttir.

Skráning

Láttu vita hvort þú/þið komist!

Takk fyrir. Hlökkum til að sjá þig/ykkur

Takk fyrir að láta okkur vita. Leitt að heyra, sjáumst fljótlega!

Staðsetning

Bústaðarkirkja, Tunguvegur 25, 108 Reykjavík

30. maí klukkan 15:00

Gjafalisti

Litla daman okkar er ótrúlega heppin með vini og ættingja og hefur nú þegar fengið mikið af fallegum flíkum í sængurgjöf. Þar sem við foreldrarnir búum í lítilli 60m2 íbúð og höfum takmarkað pláss þá langar okkur til þess að benda á framtíðarreikninginn sem við stofnuðum fyrir fröken Snævarsdóttur.

Reikningsnúmer: 511-18-275

Kennitala: 230321-2800

Fyrir þá sem eru hrifnari af því að gefa muni þá er hér að neðan að finna lista með hlutum sem við höfum augastað á (& passa inn í litarpalletuna hennar Sigrúnar😂🙈):

Staflturn í óskalitum

Staflturn í regnbogalitum frá Rússneska framleiðandanum Raduga Grëz. Staflturninn frá Raduga Grëz samanstendur af 7 viðarplötum, sem eru hringlaga og hafa allar sitthvora stærðina og litinn.

Camilla – kisa

20 bita handgert óskasteinasett í pastellitum frá Rússneska framleiðandanum Raduga Grëz. Leikfangið er opið og með kubbunum er hægt að búa til hvað sem er. Einnig er góð hugmynd að nota þá í lærdómsleiki.

Draumaregnbogi

Draumaregnboginn frá Rússneska framleiðandanum Raduga Grëz. Regnboginn frá Raduga Grëz samanstendur af 7 formbeygðum handgerðum viðarplötum, sem eru bogalaga og hafa allar sitthvora stærðina og litinn.

Stacking Tower - Petal

8 bollar sem hægt er að stafla saman. Framleitt í Danmörku

Viðarleikföng - Classic puzzle box

Viðarleikfang - Púsluspil

Níels

Níels er leikfangaapi frá breska merkinu Sarah & Bendrix. Handgerður úr ómeðhöndluðum við. Tímalaust og falleg leikfang bæði í leik og í barnaherberginu til skrauts.

Camilla – kisa

Camilla er leikfangaköttur frá breska merkinu Sarah & Bendrix. Hægt er að taka höfuðið af og raða hringjunum upp á nýtt til að æfa fínhreyfingar.

Liewood Paul matarsett kisa

Vistvænt sett inniheldur disk, skál, glas og skeið.

Snack cup eða drykkjarkanna - powder

Lokið er úr 100% sílikoni. Má fara í uppþvottavél og örbylgjuofn uppað 230°c

Mjúkbók stór - Ocean pink

Gríðarlega mjúk bók

FOODMAKER DELUXE

Gufusjóða, blanda, afþýða, hita. Allt þetta er hægt að gera með einni og sömu vélinni, með lágmarks tilhöfn.

Neonate barnapía BC-6900D

Barnapía frá Neonate með góða rafhlöðuendingu eða allt að 90klst í biðstöðu. Stór og þægilegur LCD skjár með texta og möguleiki að tengjast 3 tækjum.

Rím og roms

Rím og roms geymir nýjar og skemmtilegar vísur og myndir eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn – um kaldar og heitar hendur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt margt fleira. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma.

Stóra bókin um Hvolpasveitina

Þetta er bókin um hvolpana, farartækin þeirra og alla sigrana!

Gullbrá og birnirnir þrír

Sögurnar og sígildu ævintýrin í bókaflokknum "Ég get lesið" eru sérstaklega endurskrifaðar fyrir byrjendur í lestri. Bækurnar eru hugsaðar til að styðja við lestrarþjálfun ungra barna og auðvelda þeim fyrstu skrefin í átt að læsi.

Vögguvísurnar okkar

Yndislegar vögguvísur, gamlar og nýjar, allt frá þjóðlegum og þulum til Megasar og Braga Valdimars.

Fyrstu 50 orðin – klár kríli

Bók með lyfti- og flettiflipum sem barninu finnst gaman að nota og safnar um leið yfir fimmtíu grundvallarorðum í orðaforðann.

Fólk og ræningjar í Kardemommubæ

Bókin er prýdd litmyndum eftir höfundinn og sögunni fylgir fjöldi sönglaga sem flestir þekkja í frábærri þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk.

Litli prinsinn

Litli prinsinn kom fyrst út árið 1943 og fór þá strax sigurför um heiminn. Nú er bókin talin meðal sígildra verka og er gefin út aftur og aftur á fjölmörgum þjóðtungum. Þessi einstæða saga á erindi við alla, unga sem gamla.

Selurinn Snorri

Þetta er 6. útgáfa. Það segir okkur hversu vinsæl bók þessi er. Söguhetjan er kópur sem engu hefur kynnst öðru en hlýju móðurástar. Hann er þó orðinn það stór að hann er farinn að skynja að fleiri eru í heimi hér en þau tvö ein.

Hvar er Depill?

Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim.

Kát krútt – Feluleikur

Hvar er litli hænuunginn og hvar er litla barnið? Er það týnt? Auðvelt er að fletta bókinni og finna litríkar myndir í gluggunum.

Hvar er Káta?

Dragðu út síðurnar og reyndu að finna kisuna Kátu. Spennandi bók fyrir lítil kríli.

Ljónsi: bendibók

Börnin læra fyrstu orðin með Láru og Ljónsa.

Lára lærir að lesa

Sumarfríið er á enda og skólastarf að hefjast á ný. Lára er ofsalega spennt því í vetur eiga krakkarnir að læra um stafi og orð. Lára er dugleg að æfa sig að skrifa stafina en hún hefur ekki alveg náð tökum á því að lesa úr þeim orð.

Lára fer í flugvél

Lára og foreldrar hennar ætla að heimsækja afa og ömmu í Frakklandi. Lára hefur aldrei ferðast með flugvél áður og er örlítið kvíðin. Ljónsi fer auðvitað með og flugferðin reynist skemmtileg upplifun.

Lára: bendibók

Nú eru komnar út litríkar bendibækur fyrir allra yngstu lesendurna með persónunum úr Láru-bókunum vinsælu eftir Birgittu Haukdal.

Myndir

Hér munu koma myndir úr skírnarveislunni