27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

GEGT1337:* Majesty's Castle Cup (invite only)

Nú er komið að því að við í GEGT1337 ætlum að halda okkar fyrsta StarCraft II LANmót. Mótið verður haldið frá föstudeginum 30. september til laugardagsins 1. október í heimahúsi GEGT1337:* Majesty, vesturbæ Reykjavíkur.

Þátttakendur munu einungis þurfa að taka með sér lyklaborð, mús og heyrnartól - tölvur verða á staðnum þar sem allir leikir mótsins verða spilaðir.

Spilað verður í liðakeppni, þar sem hvert lið mætir með a.m.k. 4 leikmenn og er eftirfarandi liðum boðin þátttaka:

GEGT1337 drake wGb nWa

Skráning verður á http://www.1337.is/ og þurfa allir keppendur og lið sem hafa fengið boð um þátttöku að skrá sig þar. Ef eitthvert þeirra liða sem hafa fengið boð um þátttöku forfallast, fær næsta lið með fullnægjandi skráningu sætið. Nánari leiðbeiningar um skráningu eru hér að neðan.

Keppnisfyrirkomulag

Fyrst verður spilaður einn riðill þar sem öll lið spila innbyrðis eftir BO7 knockout winner stays fyrirkomulagi.

Í upphafi hverrar viðureignar ákveða liðin leikmann til að senda í fyrsta leik. Kort í fyrsta leik er ákveðið með því að neita kortum úr map pool þar til aðeins eitt kort stendur eftir.

Það lið sem tapar viðureign velur svo bæði spilara og kort til að spila á móti sigurvegara fyrri viðureignar. Athugið að sama kort má ekki spila oftar en einu sinni í hverri viðureign.

Það lið sem fyrr slær út 4 spilara úr hinu liðinu vinnur viðureignina.

Í lok riðlakeppninnar fara svo efstu 2 liðin í úrslitaleik sem verður með sama fyrirkomulagi og leikir riðlakeppninnar. Það lið sem endar með fleiri stig í riðlinum byrjar með 2 sigra í úrslitaleiknum og þarf því aðeins að slá út 2 spilara.

ATH. að keppnisfyrirkomulag gæti breyst lítillega, en þó aðeins í samráði við keppendur.

Map pool

GSL Crevasse GSL GSTL Terminus SE Xel'naga Caverns Tal'darim Altar LE GSL Dual Sight Antiga Shipyard ESL Metalopolis ESL Shattered Temple Shakuras Plateau

Reglur

í vinnslu

Dagskrá

Eftirfarandi er aðeins gróf tímaáætlun. Við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja henni með því að stytta / lengja hlé á milli leikja.

Föstudagur

17:00 - Húsið opnar 19:00 - Riðill, lið A vs B 21:00 - Riðill, lið C vs D 23:00 - Riðill, lið A vs C

Laugardagur

11:00 - Húsið opnar 12:00 - Riðill, lið B vs D 14:00 - Riðill, lið A vs D 16:00 - Riðill, lið B vs C 20:00 - Úrslitaleikur 22:00 - Grill og gleði

Skráning

Allir leikmenn þurfa að skrá sig inn á http://www.1337.is/ og skrá sig í keppnina. Það er gert með því að opna http://1337.is/index.php?p=tournaments&a=view&id=5 og smella á "taka þátt".

Því næst þarf fyrirliði liðsins að opna http://1337.is/index.php?did=10&p=teams og smella á "búa til lið" og fylla út í þá reiti sem birtast þar.

Því næst þurfa allir spilarar liðsins að opna http://1337.is/index.php?did=10&p=teams og smella á "joina lið", velja liðið sitt í listanum og skrifa inn leyniorðið sem fyrirliðinn valdi.

Aðgangseyrir

Hvert lið mun greiða fast aðgangsgjald 7.500 kr. sem mun fara í verðlaun og minniháttar kostnað í kringum mótshaldið.

Verðlaun

Sigurlið mótsins mun fá a.m.k. 25.000 kr. í sinn skerf. Erum í viðræðum við styrktaraðila um að fá fleiri verðlaun.


Að lokum biðjum við spilara um að senda hér inn athugasemdir ef þeir hafa eitthvað að setja út á fyrirkomulagið.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!