27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Fjórðungsúrslit netdeildar Tuddans #2 2015

Í kvöld fara fram tveir, mögulega þrír leikir í fjórðungsúrslitum netdeildar Tuddans #2 2015

Gömlu kempurnar í Seven hafa komið sterkir inn nýverið og sigruðu nýverið Tengilinn lanmót FÁ. Þarna eru menn með gríðarlega reynslu af því að keppa á hæsta stigi í Counter-Strike 1.6 og hafa nú aðlagað sig að CS: Global Offensive. Alliance komu hinsvegar mörgum á óvart með því að slá út GODS í umferðinni á undan og það verður forvitnilegt hvort að TurboDrake nái að stýra sínum mönnum til sigurs. Ég tel þó að Seven muni sigra þessa viðureign í æsispennandi 2-1 sigri.

Viðureignin hefst: 19.00

Borðalisti:

  • de_cbble
  • de_overpass
  • de_dust2

Leikmenn:

  • TurboDrake
  • l3xi
  • Fanden
  • miNideGreez
  • Frikadeller
  • sPiKe
  • deNos
  • fixer
  • Stalz
  • Goa7er

Malefiq þurfa að sýna að þeim sé alvara eftir vonbrigðin sem Tengilinn var fyrir liðið, það er ekki nóg að vera með hæfileikana, það þarf að sýna metnað til þess að ná árangri. WhiteTrash þrátt fyrir ekki besta val á nafni, eru með sterkt lið sem gætu vel strítt Malefiq og jafnvel náð sigri. Ég spái 2-1 sigri fyrir Malefiq.

Viðureignin hefst: 22.00

Borðalisti:

  • de_cache
  • de_overpass
  • de_inferno

Leikmenn:

  • pallib0ndi
  • kutter
  • BDSM
  • dannoz
  • Vejay
  • scaradeon
  • CaPPiNg!
  • skipid
  • ReaN
  • aNdrehh

Þó svo að TDL séu á blaði með mun sterkara lið verður þá gæti þetta orðið spennandi viðureign. TDL skiptu nýverið út CaPPiNg og kemur alleh inn í þennan leik í hans stað. Það hefur þó ekki fengist staðfest hvort alleh spili í þessum leik sem lánsmaður eða hvort hann sé formlega genginn til liðs við TDL. hDa hafa hins vegar komið verulega á óvart upp á síðkastið, en þeir lentu í 3. sæti B-riðils í riðlakeppni þessarar netdeildar. Þeir náðu einnig góðum árangri á seinasta LAN móti þar sem þeir meðal annars sendu rws heim eftir viðureign sem fór þeim 2-0 í hag. Í nýafstaðinni riðlakeppni stóðu hDa vel í einu af bestu liðum landsins í dag, malefiq, og endaði sú viðureign 13-16 malefiq í hag.

Viðureignin hefst: 21.00

Borðalisti:

  • de_dust2
  • de_train
  • de_mirage

Leikmenn:

  • kruzer
  • ofvirkur
  • peter
  • auddzh
  • alleh
  • TBA
  • TBA
  • TBA
  • TBA
  • TBA

Sýnt verður beint frá fyrstu tveimur viðureignunum á GEGTTV. Mögulega verður sýnt frá viðureign TDL og hDa á B-streymi. Nánari upplýsingar þegar nær dregur!

Endilega komið með ykkar spá fyrir leikina!


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!