27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Riðlar og umferðir í StarCraft II 1v1

Riðla má sjá á eftirfarandi síðu: http://1337.is/index.php?did=5&p=groups

Umferðir má sjá hér: http://1337.is/index.php?did=5&p=matches

Riðlaleikir ganga þannig fyrir sig að fyrsti leikur er spilaður í korti sem gefið er upp á síðunni. Sá sem tapar fyrsta leik velur næsta kort úr eftirfarandi lista:

MLG Metalopolis MLG Shattered Temple MLG Xel’naga Caverns MLG Scrap station GSL Duel Sight GSL Crevasse GSL Crossfire SE GSL Terminus RE Shakuras Plateau Tal’Darim Altar Typhon Peaks

Ef sigurvegarinn úr fyrsta leik tapar öðrum leik velur hann kort úr listanum hér að ofan til að spila í þriðja leik. Óleyfilegt er þó að spila sama kort tvisvar í sömu viðureign.

Spilað er þangað til annar keppandinn er búinn að vinna tvö kort.

Til stendur að hægt verði að skila inn úrslitum hér beint inni á síðunni en þangað til að það verður klárt þarf að hafa samband við stjórnendur mótsins til að tilkynna úrslit.

Stjórnendur mótsins er að finna á #gegt1337 rásinni á IRCnet og á GEGT1337 rásinni á Battle.net undir nöfnunum GEGT*****.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!