27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Skráðu streamið þitt hér á 1337.is!

Nú er kominn sá möguleiki að skrá inn stream hér á síðunni. Það væri gaman ef sem flestir íslenskir spilarar sem streama leikjunum sínum skráðu það inn á prófílinn sinn, öðrum til yndisauka.

Leiðbeiningar

Fyrst þarf að búa til notanda á síðunni, það er gert með því að smella á REGISTER hnappinn uppi til vinstri. Þar þarf að gefa upp gilda kennitölu og email þar sem síðan er einungis ætluð íslendingum.

Því næst er farið í breyta upplýsingum uppi til vinstri og þar er dálkurinn STREAM. Í augnablikinu er aðeins stuðningur við twitch.tv, ustream.tv og own3d.tv en í framtíðinni verður hugsanlega hægt að skrá inn stream frá öðrum síðum.

Fyrst er valin sú síða úr listanum sem viðkomandi notast við til að streama.

Næst skal skráð inn í reitinn Channel URL annað hvort nafn rásarinnar eða slóðina sem notuð er til að horfa á streamið.

Fyrir Justin/Twitch skal notuð slóðin http://www.twitch.tv/rásarnafn eða hreinlega rásarnafn.

Fyrir Ustream skal notuð slóðin http://www.ustream.tv/channel/rásarnafn eða hreinlega rásarnafn.

Fyrir own3d.tv skal notuð slóðin http://www.own3d.tv/live/númer eða hreinlega númer. Athugið að ekki er hægt að skrifa inn http://http://www.own3d.tv/rásarnafn.

Athugið að þó þið skráið allt URLið breytir síðan því síðan sjálf í annað hvort rásarnafnið eða númerið, svo þið þurfið ekki að óttast þó að reiturinn breytist skyndilega.

Síðast en ekki síst er svo sett inn lýsing í neðsta reitinn og smellt á breyta.

Vona að þetta sé ekki of flókið og sem flestir nýti sér þetta! ;)


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!