27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Skráning hafin í GEGT1337 online #2 - 2011!

Opnað hefur verið fyrir skráningu í annað og síðasta onlinemót ársins 2011 í StarCraft II.

Að þessu sinni verður spilurum komið fyrir í úrvalsdeild, 1. deild og ef þörf krefur fleiri deildum. Notast verður við stöðu úr seinasta onlinemóti til að raða í úrvalsdeild, auk þess sem fjórum spilurum sem ekki tóku þátt í seinasta móti verður boðin þátttaka.

Skráning Skráning spilara verður opin frá mánudeginum 12. desember 2011 til miðnættis mánudagsins 19. desember 2011.

Til að skráning í mótið sé fullgild þurfa spilarar fyrst að skrá sig í mótið hér: http://1337.is/index.php?p=tournaments&a=view&id=4 og síðan þarf að skrá "lið" í StarCraft II keppnina innan mótsins.

Þegar skráningu er lokið verður spilarar svo settir handvirkt í úrvalsdeild eða 1. deild.

Keppnisfyrirkomulag Spilurum verður skipt niður í 4 riðla þar sem allir spila við alla. Að riðlum loknum munu 4 komast upp úr hverjum riðli í 16 manna útsláttarkeppni. Allir leikir verða með BO3 loser picks fyrirkomulagi þar sem fyrsta kort viðureignar er fyrirframákveðið.

Þeir 4 sem ekki komast upp úr riðli í úrvalsdeild munu eiga á hættu að falla niður um deild og þeir 4 efstu úr 1. deild munu eiga þess kost að komast upp um deild. Nánari reglur og útskýringar koma síðar.

Dagskrá Við munum reyna að hafa tvö spilakvöld í viku og klára þannig riðlakeppni á 2 vikum og útsláttarkeppni á öðrum 2 vikum. Nánari upplýsingar koma síðar.

Úrvalsdeild Eftirfarandi spilarar fá boð í úrvalsdeild:

 1. Smung
 2. Danger
 3. Chrobbus
 4. Shake
 5. Drezi
 6. turbo
 7. Awesome
 8. Owwwww
 9. Banzaii
 10. Mangobaldwin
 11. Navi
 12. Nykur
 13. Kaldi
 14. Hubble
 15. ignite
 16. kit
 17. sAzu
 18. Gorgo
 19. triggz
 20. Kölski

Ef ekki allir skrá sig af þeim sem hafa fengið boð í úrvalsdeild verður öðrum spilurum boðin þátttaka eftir frammistöðu af ladder og/eða öðrum mótum.

Leiðbeiningar Hér eru nokkrar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja búa til/joina lið:

 1. Fyrst þarf að skrá sig inn á síðuna. Til þess þarf að ýta á "REGISTER" takkann sem er undir innskráningarreitunum. Eftir það þarf að opna vefpóst og sækja virkjunarlykil og skrá hann inn.

 2. Þegar notandi er skráður inn á vefinn þarf hann að smella á "breyta upplýsingum" hnappinn sem er uppi í hægra horninu og bæta við þeim leik sem hann vill spila. Eftir að það er gert þarf að skrá inn það auðkennisnúmer sem tilheyrir þeim leik (CS:S = X:Y:ZZZZZZ, SC2 = NICK.ID).

 3. Hér eru allar keppnir þáttur í mótum. Til að skrá sig í keppni þarf fyrst að smella á "MÓT" hnappinn, finna mótið sem á við og smella á "taka þátt". Eftir að það er gert þarf að fara inn í mótið, smella á keppnina sem við á, og búa til lið í keppninni.

!!!! ATH !!!! Eins fáránlega og það hljómar þá ÞARF að skrá 1v1 leikmann SEM LIÐ.

Ef menn lenda í frekari hremmingum er hægt að hafa samband við GEGTgaulzi.403 inni á Battle.net spjallinu.

Verðlaun Kemur í ljós síðar


Sidan

12.12.2011 - 09:19

lýst vel á þetta, feginn að sjá eitthvað gerast i starcraft :D

nWaHaraldz

14.12.2011 - 03:25

ég elska GEGT :D:D

gaulzi

15.12.2011 - 00:56

omg ég elska haraldz#$%#$% ;**