27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Riðlar og umferðir komnar

Nú hefur verið raðað niður í úrvalsdeild og 1. deild og skipt niður í riðla. Þar sem skráning var ekki jafngóð og við áttum von á ákváðum við að hafa 16 spilara í úrvalsdeild og 16 spilara í 1. deild.

Aðeins 12 af þeim sem fengu boð í úrvalsdeild skráðu sig til leiks og var því gripið til þess ráðs að fylla upp í deildina eftir stöðu á ladder. Styrkleikaröðun var svo gerð eftir stöðu í síðastliðnum mótum, ladder og fleira.

Riðla í úrvalsdeild má skoða hér: http://1337.is/?did=8&p=groups Riðla í 1. deild má skoða hér: http://1337.is/?did=9&p=groups

Dagskrá mótsins verður svohljóðandi:

  1. desember - Riðlar 1. umferð - MLG Antiga Shipyard
  2. desember - Riðlar 2. umferð - MLG Tal darim Altar
  3. janúar - Riðlar 3. umferð - ESL Shakuras Plateau
  4. janúar - Útsláttarkeppni RO8 - MLG Metalopolis
  5. janúar - Útsláttarkeppni undanúrslit - MLG Shattered Temple
  6. janúar - útsláttarkeppni úrslit - MLG Xel Naga Caverns

Map poolið er tekið beint frá MLG Providence:

MLG Antiga Shipyard MLG Dual Sight MLG Metalopolis ESL Shakuras Plateau MLG Shattered Temple MLG Tal darim Altar MLG Xel Naga Caverns

Deadline hverrar umferðar er kl. 22:00. Leyfilegt er að spila leik fyrir deadline en ekki síðar nema sérstakt leyfi hafi verið gefið.

Vinsamlegast sendið inn úrslit og replay á gegt@1337.is. Nöfn á replayum skulu vera á eftirfarandi formatti:

Riðlar: X-umferd-A-vs-B-leikurY-map.SC2Replay Bracket: RoX-A-vs-B-leikurY-map.SC2Replay

Þar sem sumum leikjum verður lýst eftirá væri gott ef menn settu inn "dummy" replay ef þriðji leikurinn er ekki spilaður. Þá er replayið úr leik 2 bara copy-að og skýrt sem leikur3.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!