27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Greiðslukerfi fyrir þátttökugjald í netdeild Tuddans

Nú hefur verið sett upp greiðslukerfi á vefsíðunni sem gerir notendum kleift að borga þátttökugjald í netdeild Tuddans með debit- og kreditkortum. Möguleiki er á að skipta greiðslu fyrir hvert lið upp í nokkrar greiðslur. Í mótinu ,,Tuddinn online #2-2015" gefst notendum tækifæri á að skipta þátttökugjaldi fyrir lið upp í 5 greiðslur. Hver og einn liðsmaður getur þá skráð sig inn og borgað 1, 2, 3, 4 eða 5 hluta af mótsgjaldinu.

Leiðbeiningar

Byrjaðu á að skrá þig inn á vefinn. Að því loknu skaltu smella á ,,Skráður inn sem xxxx" uppi í hægra horninu og ýta á ,,Greiðslur". Sjá skýringarmynd hér að neðan.

Nú ætti að birtast listi yfir þau lið sem þú ert skráður í, ásamt þátttökugjaldi og útistandandi greiðslum. Nú smellir þú á ,,Greiða/skoða" hnappinn við það lið sem þú vilt greiða fyrir.

Nú hefur þú möguleika á að velja þá upphæð sem þú vilt greiða inn á þátttökugjald fyrir liðið þitt.

Nú ætti greiðslusíða Valitor að birtast á skjánum og er því næsta skref að skrá inn kortanúmer og þær upplýsingar sem kortinu þínu fylgja. Athugið að allar kortaupplýsingar fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

Athugið að eftir að greiðslan hefur farið í gegnum Greiðslusíðu Valitor þá geta liðið nokkrar sekúndur þar til hún birtist á vefsíðu Tuddans. Vefsíða Tuddans á að passa upp á að ekki sé ofgreitt fyrir hvert lið, en ef upp á kemur að ofgreitt hefur verið fyrir lið biðjum við ykkur um að senda póst á netfangið skraning@1337.is og taka fram notandanafn þitt, nafn liðs, upphæð greiðslu og dagsetningu. Við munum endurgreiða eins og skot allar umframgreiðslur.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!