27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

LoL: Fyrsti leikur í fjórðungsúrslitum netdeildar Tuddans 2015

Við erum komin að undanúrslitunum í netdeild Tuddans og við erum komin með virkilega sterk lið sem munu mætast. Fyrsta viðureign til umfjöllunar er leikur hjá Gamestöðinni og Rólegan ICE-ing.

Gamestöðin er núna búin að vera langt um sterkasta lið á Íslandi síðan á seinasta HR-ings LANi, en þeir hafa bara tapað gegn 1 íslensku liði í móti síðan þá. Þeir komust upp í gegn um A-Riðil með alla leiki sigraða nema einn óspilaðann. Í fjórðungsúrslitunum slógu Gamestöðin, Sætir Indælir GG Óaðfinnanlegir með 2-0 sigri. Rólegan ICE-ing er hins vegar nýtt lið sem var stofnað núna bara fyrir Tuddann. Þeir komust upp sem annað seed í B-Riðli og í fjórðungsúrslitunum slógu þeir út Blackstar með 2 öruggum sigrum. Þetta verður ögn erfiðara fyrir þá núna þar sem þeir mæta sennilega sterkasta liði sem sést hefur í íslenskri LoL senu. Ég spái þessum leik 2-0 sigri fyrir Gamestöðinni en Rólegan ICE-ing mun ekki gefa eftir.

Viðureignin hefst: laugardaginn 31.10 kl. 16:00

Stöður: Gamestöðin Rólegan ICE-ing
Top: Bunzi KayBeeBee
Jungle: Sósa King Crackbaby
Mid: Legionsmedbrah Watermelon Seed
ADC: Álfasteinn Brund Sletta
Support: Halli Jón 2


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!