27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Undanúrslit - TDL vs Malefiq | Netdeild Tuddans #2 2015

Fyrsti leikur í undanúrslitunum í CSGO netdeild Tuddans #2 2015 er enginn annar en stórleikur

TDL vs Malefiq.Tölvutek

TDL VS. MQ

Hérna mætast erkifjendurnir og að margra mati tvö bestu lið landsins enn og aftur. Bæði lið hafa nýverið gengið í gegnum smávægilegar breytingar. Malefiq tók nýverið inn dannoz sem hafði áður verið varaskeifa hjá TDL og TDL rændu Allehh úr VECA.

Liðin áttu miserfitt með viðureignir sínar í fjórðungsúrslitunum, en TDL mættu hDa og að ég held öllum að óvörum þá voru hDa menn afar nálægt því að sigra fyrstu viðureignina í de_dust2 en TDL menn náðu að knýja fram framleningu og sigruðu hana svo örugglega og gengu svo frá málunum í de_train og sigruðu í heild 2-0.

Malefiq.Tölvutek mættu WhiteTrash sem höfðu komið á óvart í riðlakeppninni, en Malefiq mættu gríðarlega sterkir til leiks og WhiteTrash áttu engan möguleika í viðureigninni og hún endaði 2-0 í heild.

Þetta verður æsispennandi viðureign þar sem að landsliðsbræður mætast í hörkuslag, ég ætla að skjóta á að þetta fari alla leið í þrjú borð og að Malefiq sigri 2-1 í kvöld og að bóndinn smelli í eina 30bomb í einhverju borðinu.

Borðalisti

  • de_cache (Val Malefiq)
  • de_train (Val TDL)
  • de_inferno (Úrslitakort)

Leikmenn

TDL Malefiq.Tölvutek
kruzer BDSM
ofvirkur Kutter
peter pallib0ndi
Auddzh dannoz
Allehh Vejay

Viðureignin hefst 21.30 í kvöld!

Leikurinn verður auðvitað í beinni á GEGTTV og við verðum með raffle á streaminu og einn heppinn áhorfandi getur unnið 5.000 króna gjafabréf frá Tölvulistanum!


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!