27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Undanúrslit umfjöllun: TDL vs Malefiq

Umfjöllun: TDL vs Malefiq.Tölvutek

TDL VS. MQ

Í gær, 1. Nóvember mættust TDL og Malefiq.Tölvutek í undanúrslitum netdeildar Tuddans #2 2015. Viðureignin hófst í de_cache sem var val Malefiq. TDL byrjuðu sem Terrorists og mættu gríðarlega sterkir til leiks og komust í 4-0, liðin skiptust svo á að vinna round og endaði fyrri hálfleikur 7-8 fyrir Malefiq.

TDL menn voru þó ekki af baki dottnir og unnu fyrsta round og næstu tvö, staðan orðin 10-8 fyrir TDL. Malefiq ruku í gang eftir þetta og unnu sex af næstu 7 roundum og staðan orðin 11-14 fyrir Malefiq. Í seinustu tveimur roundunum stigu svo tveir af aðalleikmönnum Malefiq upp, en Kutter tók á honum stóra sínum og felldi fjóra TDL menn og kom Malefiq í 15-11. Á þessum punktu áttu TDL menn lítið af peningum og örvinglun lá í loftinu, pallib0ndi var kominn með nóg og felldi fjóra TDL menn á augabragði og Malefiq sigldu heim sigri með lokatölur 16-11

Tölfræði de_cache

TDL Kills Deaths K/D Ratio GRating Malefiq Kills Deaths K/D Ratio GRating
allee* 13 19 0.68 0.71 BDSM 16 12 1.33 1.06
Auddzh 14 20 0.7 0.71 dannoz 13 16 0.81 0.88
kruzer 18 19 0.94 1 kutter 27 15 1.8 1.49
ofvirkur 19 19 1 0.97 pallib0ndi 28 16 1.75 1.58
peterr 13 19 0.68 0.73 Vejay 13 19 0.68 0.77
MVP:

Kutter leiddi sína menn til öruggs sigur og átti mörg frábær round.

Næsta borð var de_train sem var val TDL og byrjuðu TDL menn sem Counter-Terrorists, Malefiq unnu pistol round en TDL tóku gott forcebuy og fóru á rosalegt skrið og sigruðu næstu 7 round. Staðan orðin 7-1 fyrir TDL, þá kviknaði aðeins á Malefiq mönnum og þeir tóku tvö góð round í röð en TDL komu til baka og liðin skiptust á roundum og fyrri hálfleikur endaði 11-4 TDL í vil.

Malefiq voru greinilega búnir að æfa sig í de_train og gjörsamlega lokuðu á TDL menn og tóku fimm round í röð og staðan orðin 11-9 TDL í vil. TDL voru þó ekki alveg sprungnir og tóku tvö góð í röð og voru orðnir líklegri til sigurs í stöðunni 13-9. Malefiq hinsvegar nenntu enganveginn í þriðja borð og tóku sig til og unnu 3 round í röð, TDL menn tóku næsta og staðan orðin 14-12.

Malefiq unnu svo næstu tvö round í röð, og í 29 round kom upp sú staða að Peterr og Ofvirkur voru tveir eftir á móti BDSM og náðu að planta sprengjunni á inni svæðinu. BDSM fór í defuse og Peterr var uppi í fimmu með AWP, kíkir á hann og geigar skotinu sínu, kíkir aftur og geigar aftur, BDSM nær nær að fella hann sem veldur því að ofvirkur er einn eftir á móti BDSM en þó með sprengjuna tifandi sér í hag, en BDSM snýr á hann og fellir hann og vinnur þar með gríðarlega mikilvægt round, staðan orðin 14-15 fyrir Malefiq. TDL menn áttu núna gríðarlega lítinn pening og reyndu sitt besta til að ná ytra sprengjusvæðinu á sitt vald en Bjarki BDSM var mættur með AWP-inn hans peterr og gjörsamlega lokaði leiknum. Loksastaða 14-16 fyrir Malefiq.

Tölfræði de_train

TDL Kills Deaths K/D Ratio GRating Malefiq Kills Deaths K/D Ratio GRating
allee 17 25 0.68 0.69 BDSM 26 17 1.53 1.4
Auddzh 17 26 0.65 0.62 dannoz 17 20 0.85 0.82
kruzer 26 23 1.13 1.09 kutter 19 24 0.79 0.83
ofvirkur 24 22 1.1 1.34 pallib0ndi 32 19 1.68 1.54
peterr 18 20 0.9 0.99 Vejay 22 22 1 1.04
MVP:

BDSM og pallib0ndi deila MVP titlinum í þessu borði, Palli var óstöðvandi og BDSM átti tvö frábær round í röð undir lok leiksins og tryggði Malefiq sigurinn.

Þetta þýðir að Malefiq mæta annaðhvort SeveN eða VECA í úrslitum Tuddans næstu helgi í Tölvulistanum, en leikur þeirra liða fer fram klukkan 21.00 í kvöld.

Leikurinn verður auðvitað í beinni á GEGTTV og við verðum með raffle á streaminu og einn heppinn áhorfandi getur unnið 5.000 króna gjafabréf frá Tölvulistanum!


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!