27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

LoL: Fyrri undanúrslitaleikur netdeildar Tuddans 2015

Á laugardaginn var mættust Gamestöðin og Rólegan ICE-ing í hörku spennandi undanúrslitaleik. Gamestöðin komu sterkir inn í fyrsta leik með mjög snowball heavy comp. Þrátt fyrir að Rólegan ICE-ing náðu nokkrum góðum pickum í junglinu og stálu Baron frá Gamestöðinni, náðu Gamestöðin að elta uppi Rólegan ICE-ing með ace for the win.

Leikur tvö var heldur betur skrautlegur, með frekar óvenjuleg pick frá báðum liðum. Jinx var pickuð jungle hjá gamestöðinni, svo Rammus top og Renekton jungle hjá Rólegan ICE-ing. Leikurinn var frekar jafn í byrjun en Rólegan ICE-ing komust hægt og rólega fram úr Gamestöðinni og leikurinn endaði með surrender hjá Gamestöðinni á 32 mínútu. Rólegan ICE-ing náðu því að láta Gamestöðina tapa fyrsta leiknum sínum á Tuddanum.

Þriðji leikurinn í þessarri viðureign var upp á það hvaða lið fer úrslit tuddans og því mikið að spila upp á. Spennan var gríðarleg þegar leikurinn hófst og bæði liðin ætluðu greinilega í úrslit. Gamestöðin byrjaði að krafti en Rólegan ICE-ing hélt fast í þá og héldu leiknum frekar jöfnum. Gamestöðin náði þó að skapa góða forystu og eftir blóðbað á 30 mínútu náðu þeir tveimur inhibitors en Rólegan ICE-ing náðu að verja þá frá, í bili. Gamestöðin æddu þó inn í base hjá Rólegan ICE-ing skömmu síðar og kláruðu leikinn. Gamestöðin tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitum Tuddans, en Rólegan ICE-ing lét þá heldur betur berjast fyrir því.

MVP:

Sjálfum finnst mér Legionsmedbrah eiga titilinn skilið. Með mjög sterk plays í öllum leikjum og sýndi það að hann er ekkert lamb að leika sér við.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!