LoL: Seinni undanúrslitaleikur netdeildar Tuddans 2015
Seinni viðureignin í undanúrslitum er Superteamx8 á móti Tölvutek Black.
Þetta eru 2 lið sem ég tel vera virkilega jöfn. Þau voru saman í B-riðli og Superteamx8 komst upp úr riðli sem fyrsta seed á meðan Tölvutek Black sem þriðja. Superteamx8 unnu Glacier Mafia í fjórðungsúrslitunum í æsispennandi viðureign sem endaði 2-1 fyrir þeim. Tölvutek Black mætti hins vegar Keyzer Söze og unnu 2-0. Þessi lið hafa bæði tekið annað sæti á lönum sem þau hafa keppt í en Tölvutek Black hefur verið með lið töluvert lengur en Superteamx8. Þessi viðureign verður virkilega spennandi til að fylgjast með og á ég erfitt með að spá fyrir sigurvegara. Þegar þessi lið mættust í riðlinum spilaði Whyz ADC og Hyperactive Mid, en þeir hafa skipt um stöður og trúi ég að þeim muni ganga betur í þetta sinn. Ég mun þess vegna skjóta á að Tölvutek Black taki þetta 2-1.
Viðureignin hefst: mánudaginn 02.11 kl. 21:30
Stöður: | Superteamx8 | Tölvutek Black |
---|---|---|
Top: | Seifur | Rogueaholic |
Jungle: | Noodlehead | Hauslaus |
Mid: | Desúlol | Whyz |
ADC: | Tediz | Hyperactive |
Support: | Marri1012 | Zarzator |
