27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Undanúrslit - SeveN vs VECA | Netdeild Tuddans #2 2015

Seinni leikur í undanúrslitunum í CSGO netdeild Tuddans #2 2015 er enginn annar en stórleikur

SeveN vs VECA

SeveN VS. VECA

Hérna mætast tvær mismunandi kynslóðir CS spilara, en nánast allt lið SeveN manna hafa spilað leikinn í fjöldamörg ár og eru allir með bakgrunn frá CS 1.6. VECA eru hinsvegar ívið yngri, fyrir utan aldursforsetann SkaveN sem rífur up meðalaldurinn í liðinu, hann hinsvegar kemur líka inn með gríðarlega reynslu og á eftir að reynast drjúgur í kvöld.

SeveN menn sigruðu Alliance 2-1 í æsispennandi viðureign í fjórðungsúrslitunum á meðan að VECA gjörsamlega flengdu RWS í sinni viðureign 2-0. Þetta verður gríðarlega áhugaverð viðureign í kvöld, SeveN menn þurfa að sanna að FÁ lanið hafi ekki verið fluke og vilja eflaust bæta upp fyrir tapið gegn WhiteTrash í ESL Nordic, VECA þurfa líka að sanna að missirinn af allee sé ekki mikill.

Ég spái SeveN 2-1 sigri í æsispennandi viðureign þar sem bæði lið sigra sitt borð, og Yngvi 'fixer' Eysteinsson fær sigur í afmælisgjöf!

Borðalisti

  • de_overpass (Val VECA)
  • de_cbble (Val SeveN)
  • de_cache (Úrslitakort)

Leikmenn

SeveN VECA
sPiKe DethKeik
deNos zim
f1xer SkaveN
Goa7er waNker
Stalz dayton

Viðureignin hefst 21.00 í kvöld!

Leikurinn verður auðvitað í beinni á GEGTTV og við verðum með raffle á streaminu og einn heppinn áhorfandi getur unnið 5.000 króna gjafabréf frá Tölvulistanum!


fixer

03.11.2015 - 02:04

gg wp

olafurns

03.11.2015 - 09:58

Frábær viðureign hjá báðum liðum!