27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Reglubreytingar CS:GO - Mikilvæg tilkynning!

Map veto

Ákveðið hefur verið að breyta ferlinu á map veto, fyrirliðar skulu hafa samband við hvorn annan 30 mínútum fyrir settan keppnistíma og klára map veto ferlið á þeim 30 mínútum. Hinsvegar ef að bæði lið samþykkja það sín á milli og ákveða að klára map vetoið saman á einhverjum fyrri tímapunkti, þá er það einnig löglegt. Að öðru leiti gildir 30 mínútu reglan.

Ræsing leiks

Við höfum unnið nú hörðum höndum að því að setja upp eBot á leikjaþjóna Tuddans og er það komið í gang.

Sú breyting sem á sér stað við ræsingu leikja í Tuddanum er eftirfarandi:

  • Eftir að map veto er klárað á síðunni birtist eBot textabot fyrir neðan(sjá mynd) eBot
  • Bæði lið joina Tudda server af sínu vali, og liðið sem er vinstra meginn á síðunni(Malefiq á mynd) fer í CT
  • Fyrirliði annarhvors liðs copy-ar !match_start 1beXXXXXXXXXXXXXXXXXXX textann
  • Fyrirliði annarhvors liðs paste-ar í say og ýtir á enter
  • Þá er eBot kominn í gang og allir leikmenn þurfa að gera !ready
  • Hnífaround fer þá í gang og eftir það getur liðið sem vann hnífa valið að !swap eða !stay

Ekki þarf að nota lengur !lo3 skipunina

Eftir að leikur hefur verið ræstur svona, er ekki hægt að hætta við hann nema án aðstoðar admins, svo ekki nota !match_start skipunina fyrr en að leikur hefst. Áfram er hægt að nota skipanir eins og !pause til að pása leikinn, og einnig !help til að fá yfirlit yfir skipanir.

Stats og annað yfir leiki birtast svo hér: www.1337.is/eBot/


Litlikutur

27.02.2016 - 17:42

Er þetta líka fyrir 2.deild?

gaulzi

27.02.2016 - 17:51

Þetta er fyrir allar deildir :)

gaulzi

27.02.2016 - 17:53

Map veto reglurnar gilda að vísu ekki fyrir 2. deild, þar eru enn spiluð fyrirframákveðin möpp. Allir leikir þurfa samt að spilast með þessu eBot kerfi.

TristanG

06.07.2017 - 22:29

þarf maður að vera eldri en 18 ára ??