27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Verðlaunin í Vordeild Tuddans 2016 kynnt!

Verðlaunin eru loksins klár fyrir allar keppnir Tuddans og má sjá hér fyrir neðan.

CS:GO

Úrvalsdeild

  1. sæti - 100.000 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 100.000 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 200.000 kr.
  2. sæti - 37.500 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 37.500 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 75.000 kr.
  3. sæti - 12.500 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 12.500 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 25.000 kr.

Fyrsta deild

  1. sæti - 12.500 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 12.500 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 25.000 kr.

Önnur deild

  1. sæti - 7.500 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 7.500 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 15.000 kr.

Rocket League

Úrvalsdeild

  1. sæti - 12.500 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 12.500 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 25.000 kr.
  2. sæti - 5.000 kr. í gjafabréfum frá Tölvulistanum og 5.000 kr. í formi gjafakorta Arionbanka. Samtals 10.000 kr.

Auk þess fara allir verðlaunahafar heim með ískalt Mountain Dew í boði Ölgerðarinnar!

Verðlaunin fyrir fyrsta sæti í Úrvalsdeild CS:GO hækka um 33% frá því í seinustu netdeild, annað sætið hækkar um 50% og veitt verða verðlaun fyrir þriðja sætið í fyrsta skiptið. Einnig var bætt við verðlaunum fyrir sigurvegara fyrstu og annarar deildar sem ekki hefur verið áður!


joejoe

08.03.2016 - 23:14

snilld!

MisC

08.03.2016 - 23:53

fyrsta og önnur deild að sponsora úrvalsdeild?7500 kr í tölvulistanum deilt i 5 eru 1500 þú getur nú ekki keypt mikið fyrir það og 7500kr frá arionbanka þannig 1500 á mann. þannig ég er í minus um 90 krónur og 1500 kr gafabref frá tölvulistanum sem eg er aldrei að fara nota meðan úrvalsdeild fær 100.000 kr i cash og tölvulistanum sem er deilt i 5 sem er 20.000 þús.afhverju kostar jafn mikið að fara i fyrstu,annari deild og úrvalsdeild þegar peningurinn er mikið meiri í úrvaldeild. Og það tekur svona hálft ár kannski ár að komast i úrvalsdeild þegar þú byrjar í annari þar að seigja ef þú kemst upp úr deild. Ég er ekki nógu sáttur við þetta.

olafurns

09.03.2016 - 09:50

Sæll,

Yfirleitt hefur aðeins verið úrvalsdeild og fyrsta deild, en sökum gríðarlegs fjölda sem sótti um í deildina þá var þessu skipt upp í þrjár deildir.

Þetta er í fyrsta skipti sem að verðlaun eru veitt fyrir fyrsta sæti í fyrstu og annari deild, er það gert til liðin í þeim deildum eigi líka möguleika á því að vinna eitthvað, en bestu liðin í fyrstu deild eiga einnig möguleika á því að komast í loka úrslitakeppnina.

Það er einfaldlega ekki hægt að hleypa öllum liðum beint í úrvalsdeild og þau lið sem ætla að vera þar þurfa að sanna ágæti sitt með því að sigra þá deild sem þau eru í.

Það að þekkist í nánast öllum íþróttadeildum og eSportsdeildum að verðlaun í efstu deild séu hærri en í neðri deildunum. Með tímanum vonumst við til að bjóða upp á betri verðlaun í öllum deildum, en þetta er fyrsta skrefið að því að fleiri geti unnið sér til verðlauna.

Vilt þú ekki byrja á því að vinna aðra deildina og svo kvarta yfir verðlaununum, ég get ekki séð að þau séu alveg gulltryggð í þínum höndum :)

- Ólafur Nils

MisC

09.03.2016 - 17:06

Jájá það er allveg skiljanlegt að úrvalsdeild fái meiri pening enda gaman að vita það það eru nokkur íslensk lið sem eru tilbuinn að leggja á sig helling af vinnu fyrir 20 þús og inneignanóttu i tölvulistanum og aðsjálfsögðu að geta sagt erum bestir á íslandi.ef það væri jafn mikill peningur i fyrstu og úrvals færu bestu liðinn í sitthvora deildina og mundu vinna. En ef þetta er eina upphæðinn sem þið getið afhent sem verðlaun afhverju ekki að færa bæði peninginn og gjafa kort frá tölvulistanum frá annari deild í fyrstu deild og bjóða sigurvegarnum í annari deild frítt á næsta online og 15% afslátt á næsta lan. því það eru fullt að flottum liðum i fyrstu afhverju ekki að gefa þeim strærri gulrót en þetta. 1500 kr inneign á tölvulistanum á mann fyrir sigur í annari deild er ekki neitt hvað þá 1500kr. það kostaði 1590 að skrá sig i keppnina hvert eru þessar 90 kr að fara. og hvernig væri að hafa svona donate taka sem hægt væri að styrkja manninn sem er að hósta allt þetta drasl.

olafurns

09.03.2016 - 18:47

Í netdeildunum hafa hingað til ekki verið verðlaun í neinum öðrum deildum nema úrvalsdeildinni, þetta er í fyrsta skipti sem verðlaun eru veitt sérstaklega í hverri deild.

Með þessari breytingu núna erum við að reyna að vinna okkur í áttina að formi sem þekkist í erlendum deildum, að það séu verðlaun í hverju styrkleikastigi fyrir sig.

Verðlaunaskipting af þessu tagi er líka mjög sambærileg mótum erlendis, sem dæmi CEVO þar sem verðlaunaskiptingin er eftirfarandi:

Pro - 20 lið - 100,000$
Main - 106 lið - 15,000$
Intermediate - 650+ lið - 8,000$
Amateur - 700 lið - 2,000$

Þarna er fjöldi liðana 30 sinnum meiri í heild sinni en í Tuddanum, og verðlaunin því i hverri deild auðvitað hærri en hjá okkur, en þessi listi gefur samt mynd af því hvernig verðlaunafé fer stigvaxandi eftir styrkleikastigum.

Við erum alltaf að vinna að því að bæta og gera betur og deildaskipting og verðlaun í hverri deild verða skoðuð fyrir næstu deild.

DaisyKind

09.03.2016 - 20:02

Ef ég er að skilja þetta rétt, þá er hann ekkert að segja að það sé neitt athugunarvert við það að úrvalsdeilding og fyrsta deildin séu með hærri verðlaun en önnur deildin.

Hinsvegar held ég að hann sé að setja spurningarmerki við það að verðmæti verðlaunanna í annari deild samsvara um það bil 7% af heildar þátttökugjaldinu sem liðin í annari deild borguðu.

En kannski er ég að misskilja hvað hann er að reyna segja, þetta var bara mín túlkun.