27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Skráning er hafin á Tuddinn 2

Skráning hafinn á Tuddann 2

Hægt er að kynna sér allt fyrirkomulag inn á þessari síðu

Verð í forsölu er 5900kr en henni lýkur 18. maí eftir það er verðið 6900kr.

ATH! að aðeins er pláss fyrir 48 CS:GO lið og 16 Rocket League lið.

Á Tuddanum 2 | 2016 verður keppt í Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League. Keppt verður í 3 vs 3 í Rocket League en nánari upplýsingar um mótið koma síðar.

Hér er keppnisfyrirkomulagið fyrir CS:GO mótið. Það hefst á Forkeppni og að henni lokinni fara 3 lið úr hverjum riðli áfram í Aðalkeppnina en liðin í fjórða til sjötta sæti fara í Mountain Dew keppnina.

Forkeppni

8 sex liða riðlar, raðað er í riðla Keppt er best of one. Bæði lið fá að vetoa tvö möp, valið verður keppnismap af handahófi eftir að veto lýkur. Sigurvegarar í hverjum riðli fara beint í 16 liða úrslitakeppni. Annað og þriðja sætið í hverjum riðli fara í 16 liða GSL millikeppni. Fjórða til sjötta sæti í hverjum riðli fellur úr leik í aðalkeppni og færist í Mountain Dew keppnina.

16 liða GSL millikeppni - Aðalkeppni

Samanstendur af öðru og þriðja sæti í hverjum riðli í forkeppni. Bæði lið fá að vetoa tvö möp, valið verður keppnismap af handahófi eftir að veto lýkur. Raðað er í fjóra fjögurra liða riðla þar sem spilað er eftir GSL keppnisfyrirkomulagi. Allir leikir nema decider match eru best of one, decider match er best of three. Efstu tvö liðin úr hverjum riðli komast áfram í 16 liða úrslitakeppni. Neðstu tvö liðin falla úr leik í aðalkeppni og fara niður í 16 liða úrslit Mountain Dew keppninar.

16 liða úrslitakeppni - Aðalkeppni

Keppt er best of 3 keppnisfyrirkomulagi, single elimination. Map veto.

A1 vs GSL-D2

B1 vs GSL-C2

C1 vs GSL-B2

D1 vs GSL-A2

E1 vs GSL-D1

F1 vs GSL-C1

G1 vs GSL-B1

H1 vs GSL-A1

Mountain Dew keppnin

Samanstendur af liðunum sem enduðu í fjórða til sjötta sæti í riðlum í forkeppni. Liðum er raðað í fjóra sex liða riðla þar sem allir spila við alla og fara efstu tvö liðin úr hverjum riðli áfram í 16 liða úrslit Mountain Dew keppninnar.

Úrslitakeppni Mountain Dew keppninar

Keppt er best of one keppnisfyrirkomulag single elimination, nema í úrslitaleik verður best of 3. Map veto.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!