27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Haustdeild Tuddans 2016 - fyrirkomulag og leiðbeiningar

Fyrirkomulag

Keppt verður í CS:GO (5on5), Rocket League (3on3) og Overwatch (6on6).

CS:GO

Spilaðar verða fjórar undirdeildir í CS:GO, þ.e. Úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild og 3. deild. Virkni deildanna er lýst hér að neðan.

Úrvalsdeild

Úrvalsdeild mun innihalda 8 lið. Fjögur efstu lið úr síðustu leiktíð ásamt fjórum liðum sem vinna sér þátttökurétt í gegnum forkeppnir 1 og 2. Að lokinni riðlakeppni munu tvo neðstu lið í Úrvalsdeild spila gegn tveimur efstu liðum úr 1. deild upp á sæti í Úrvalsdeild á næstu leiktíð. Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar munu7. og 8. sæti í Úrvalsdeild spila við 1. og 2. sæti í 1. deild. Þau lið sem lenda í 5-6. sæti í Úrvalsdeild fara beint inn í 2. umferð, þau lið sem lenda í 3-4. sæti fara beint inn í 3. umferð og þau lið sem lenda í 1-2. sæti í Úrvalsdeild fara beint inn í 4. umferð (undanúrslit). Sjá skýringarmynd hér: http://1337.is/utslattarkeppni.png

1. deild

1. deild mun innihalda 16 lið sem skipt verður í tvo riðla. Úr forkeppni 1 og 2 geta lið tryggt sér þátttökurétt í 1. deild en forkeppni 3 er notuð til að fylla upp í laus pláss í 1. deild. Að lokinni riðlakeppni eiga tvö efstu lið í 1. deild kost á að vinna sér leið inn í Úrvalsdeild.

2. og 3. deild

Þau lið sem ekki ná að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild eða 1. deild gefst kostur á að skrá lið sín í 2. og 3. deild. Liðsmenn eiga kost á að skrá liðin sjálf og velja á milli 2. og 3. deildar. Mælt er með því að þau lið sem vilja spila ,,casual'' CS við lið af svipuðum styrkleika skrái sig í 3. deild. Þau lið sem ekki skrá sig sjálf í 2. deild verða sjálfkrafa skráð í 3. deild. Í 2. og 3. deild verður svo liðum skipt upp í riðla þannig að hver riðill innihaldi 6-8 lið og í framhaldi af því leikin útsláttarkeppni.

Forkeppni 1 og 2

Efstu tvö lið úr hvorri forkeppni tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild. Sæti 3 til 8 úr hvorri forkeppni tryggja sér þátttökurétt í 1. deild. Athugið að ef lið hefur unnið sér inn þátttökurétt í Úrvalsdeild eftir forkeppni 1 munum við sjálfkrafa afskrá þau úr forkeppni 2 og 3. Þau lið sem tryggja sér sæti í 1. deild í forkeppni 1 býðst enn að taka þátt í forkeppni 2. Forkeppnirnar hefjast kl. 12:00 þann 10. og 11. september og lýkur skráningu kl. 11:59 sama dag. og hvor keppni hefst.

Forkeppni 3

Að forkeppni 1 og 2 loknum gefst liðum kostur á að spila í forkeppni 3 upp á sæti í 1. deild. Þau lið sem ýmist hafa tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild eða 1. deild í gegnum forkeppni 1 og/eða 2 geta ekki spilað í forkeppni 3. Forkeppnin hefst kl. 12:00 sunnudaginn 18. september og lýkur skráningu kl. 11:59 sama dag. Óljóst er hversu mörg lið úr forkeppni 3 geta tryggt sér þátttökurétt í 1. deild en það mun skýrast eftir fyrstu tvær forkeppnirnar.

Rocket League

Liðum verður skipt upp í riðla eftir fjölda skráðra liða og reynt að ganga út frá því að hver riðill innihaldi 6-8 lið. Að lokinni riðlakeppni munu efstu lið hvers riðils etja kappi í útsláttarkeppni. Nánari upplýsingar er ekki hægt að veita fyrr en ljóst er hversu mörg lið skrá sig til leiks. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. september

Overwatch

Liðum verður skipt upp í riðla eftir fjölda skráðra liða og reynt að ganga út frá því að hver riðill innihaldi 6-8 lið. Að lokinni riðlakeppni munu efstu lið hvers riðils etja kappi í útsláttarkeppni. Nánari upplýsingar er ekki hægt að veita fyrr en ljóst er hversu mörg lið skrá sig til leiks. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. september.

Leiðbeiningar varðandi skráningu

Skráning liða og leikmanna

Til að skrá lið og leikmenn í keppni þurfa allir leikmenn að skrá notanda á vefsíðunni og skrá sig í mótið ,,Tuddinn Haustdeild 2016''. Einn úr liðinu, svokallaður liðsstjóri, sér um að skrá liðið í þá keppnisgrein sem liðið hyggst taka þátt í. Liðsstjórinn veitir svo liðsfélögum sínum lykilorð liðsins svo þeir geti gengið til liðs við liðið. Í Rocket League og Overwatch nægir að fullskrá lið í keppnisgrein en í CS:GO þurfa liðsmenn að skrá liðin sjálf í undirkeppnir.

Skráning liða í undirkeppnir (CS:GO)

Liðsstjórum gefst kostur á að skrá lið sín í forkeppnir 1, 2 og 3, ásamt 2. og 3. deild. Þessar undirkeppnir má finna hér: http://1337.is/index.php?did=39&p=subdivisions. Ef smellt er á undirkeppni ætti að birtast hnappur sem gerir liðsstjóra kleift að skrá liðið í viðkomandi undirkeppni í þeim tilfellum sem slíkt er í boði.

Löggildi liða og leikmanna

Til þess að lið teljist fullskráð í keppni, hvort sem það er forkeppni eða aðalkeppni, þarf liðið að innihalda að lágmarki jafnmarga meðlimi og keppnisgreinin segir til um (CS:GO 5 leikmenn, RL 3 leikmenn, OW 6 leikmenn). Einnig er nauðsynlegt að sami fjöldi meðlima hafi greitt þátttökugjald fyrir viðkomandi keppnisgrein. Leyfilegt er að skrá fleiri leikmenn í liðið. Allir keppendur þurfa að skrá inn auðkenni þeirra keppnisgreina sem þeir hyggjast taka þátt í. Það er gert hér: http://1337.is/index.php?p=users&a=editprofile

Dagskrá

Eftirfarandi dagskrá ætti að vera endanleg. Tímasetning í forkeppni miðast við fyrstu umferð í þeirri útsláttarkeppni. Tímasetning í riðlakeppni miðast við sjálfgefinn tíma (deadline) ef lið ná ekki að semja um tímasetningu. Viðureignir í riðlakeppni skulu hefjast fyrir kl. 22:00. Leyfilegt er að semja um tímasetningu fyrir sjálfgefinn tíma en viðureign skal ekki spiluð eftir þann tíma nema í samráði við mótsstjórnendur.

CS:GO

 • Laugardagur 10. september kl. 12:00 - Forkeppni 1
 • Sunnudagur 11. september kl. 12:00 - Forkeppni 2
 • Sunnudagur 18. september kl. 12:00 - Forkeppni 3

Allar keppnisgreinar

 • Sunnudagur 18. september kl. 24:00 - lokafrestur til að skrá lið
 • Sunnudagur 25. september kl. 20:00 - Riðlar, umferð 1
 • Miðvikudagur 28. september kl. 20:00 - Riðlar, umferð 2
 • Sunnudagur 2. október kl. 20:00 - Riðlar, umferð 3
 • Miðvikudagur 5. október kl. 20:00 - Riðlar, umferð 4
 • Sunnudagur 9. október kl. 20:00 - Riðlar, umferð 5
 • Miðvikudagur 12. október kl. 20:00 - Riðlar, umferð 6
 • Sunnudagur 16. október kl. 20:00 - Riðlar, umferð 7


joejoe

07.09.2016 - 14:07

:*

olipalliarna

07.09.2016 - 14:21

Þetta verður ROSALEGT! Ein spurning, getur leikmaður í cs:go verið í 2 liðum ef þau eru í mismunandi deildum?

gaulzi

07.09.2016 - 15:41

Nei því miður. Við höfum einmitt fengið kvartanir yfir því að spilarar úr efri deildum hafa verið lánsmenn í neðri deildum. Það er því einungis hægt að skrá sig með einu liði í hverri keppnisgrein.

dannimatt.

07.09.2016 - 16:06

Tvær spurningar :)
1. Eru forkeppnirnar ekki online mót?
2. Er hægt að bæta við leikmönnum í liðið þegar deildin er byrjuð?

gaulzi

07.09.2016 - 16:42

Forkeppnirnar og deildirnar eru allar spilaðar í gegnum netið. Leikmönnum er frjálst að skipta á milli liða á miðri leiktíð en sérstakar reglur gilda um leikmannaskipti. Sjá hér: http://netdeild.1337.is/tuddinn_csgo_rules.html

Lið þurfa samt að vera fullmönnuð þegar skráningu lýkur og keppendur eru ekki löglegir í leik fyrr en þeir hafa greitt þátttökugjald.

dannimatt.

07.09.2016 - 20:43

Þakkir fyrir fullnægjandi svör :)

Gourmet

09.09.2016 - 22:00

Getur liðstjóri borgað keppnisgjald fyrir allt liðið sitt?

gaulzi

10.09.2016 - 02:10

Kerfið gerir bara ráð fyrir að hver leikmaður greiði fyrir sig. Ef það er mikið vandamál þá getið þið sent póst á skraning@1337.is og við reynum að finna lausn á málinu.

GuffiHQ

10.09.2016 - 14:05

vinur minn var að tala um að maður þyrfti ekki að taka þátt í forkeppni til að keppa í deildunum, er eitthvað til í því?

gaulzi

10.09.2016 - 14:14

Eins og stendur í fréttinni, þá getið þið skráð ykkur beint í 2. eða 3. deild eftir því hvort þið viljið samkeppni eða "casual" mótsleiki tvisvar í viku. Forkeppnirnar eru til þess að komast inn í Úrvalsdeild og 1. deild.

olipalliarna

11.09.2016 - 14:29

Spurning varðandi 3. deildina. Ég sá í upphaflegu fyrirkomulagi að leikirnir voru scheduled 20:00. Er það að einhverju leyti sveigjanlegt eða samningsatriði á milli liða hvort þau byrji 20, 21 eða 22?

gaulzi

11.09.2016 - 16:28

Liðin geta komist að samkomulagi um tíma, leikirnir þurfa bara að fara fram á ákveðnum tímaramma yfir daginn, t.d. frá 16:00 - 22:00. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það sé admin til staðar ef leikurinn byrjar mjög seint.

KO

13.09.2016 - 19:15

ef það eru 6 í liði þurfa þá allir 6 að borga ?

gaulzi

13.09.2016 - 20:21

Já, allir sem ætla að keppa þurfa að greiða þátttökugjald.

olipalliarna

14.09.2016 - 13:34

Hvernig fer map selection og tímaákvörðun fram fyrir 3. deildar scrim? Er það samdægurs eða með 1-2 daga fyrirvara?

gaulzi

14.09.2016 - 14:42

Það er ekki alveg 100% ákveðið hvort það verði föst möpp eða map veto í 2. og 3. deild. Ef það verður map veto, þá er hér ágætis lesning um map veto: http://1337.is/?p=news&id=84

Map veto fer fram í gegnum síðuna og er kortum hafnað þar til eitt stendur eftir. Heimalið byrjar að hafna, svo útilið og svo koll af kolli.

palliragg

20.09.2016 - 10:56

Okkur í [.RimaCrew.] hlakkar mikið til að hefja leikinn á sunnudag!

Það væri mjög gott að fá á hreint sem allra fyrst hvernig keppnisfyrirkomulagið verður í 3. deild og hvaða möpp verða spiluð.

Okkur langar mest að það sé nýtt mapp spilað í hverri umferð ákveðið af mótstjórnendum svo mótið verði sem fjölbreyttast.

Megið endilega láta okkur vita sem fyrst þegar fyrirkomulagið verður ákveðið :)

olipalliarna

22.09.2016 - 21:23

Halló!

Sé að hið banmagnaða [.RimaCrew.] virðist bara vera skráð í 4 leiki (en ekki 7) í C riðli 3. deildar. Er þetta grafalvarleg yfirsjón eða er fyrirkomulagið ekki allt komið á netið?

Virðingarfyllst,
King of Ice

gaulzi

24.09.2016 - 22:21

Heill og sæll, það virðist sem umferðir 2-7 hafi farið eitthvað forgörðum. Algoriþminn sem sér um að dreifa liðum á leiki hefur eitthvað klikkað. Takk fyrir ábendinguna, ég redda þessu við fyrsta tækifæri.

gaulzi

24.09.2016 - 23:05

Annars vil ég benda á að það er mun áreiðanlegra að ná í okkur admins á Discord. Upplýsingar um það er að finna á forsíðunni.

krulli

18.10.2016 - 10:32

1. og 2. sæti í 1. deild. Þau lið sem lenda í 5-6. sæti í Úrvalsdeild fara beint inn í 2. umferð, þau lið sem lenda í 3-4. sæti fara beint inn í 3. umferð og þau lið sem lenda í 1-2. sæti í Úrvalsdeild fara beint inn í 4. umferð (undanúrslit). Sjá skýringarmynd hér: http://1337.is/utslattarkeppni.png

1. deild
1. deild mun innihalda 16 lið sem skipt verður í tvo riðla. Úr forkeppni 1 og 2 geta lið tryggt sér þátttökurétt í 1. deild en forkeppni 3 er notuð til að fylla upp í laus pláss í 1. deild. Að lokinni riðlakeppni eiga tvö efstu lið í 1. deild kost á að vinna sér leið inn í Úrvalsdeild.

2. og 3. deild
Þau lið sem ekki ná að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild eða 1. deild gefst kostur á að skrá lið sín í 2. og 3. deild. Liðsmenn eiga kost á að skrá liðin sjálf og velja á milli 2. og 3. deildar. Mælt er með því að þau lið sem vilja spila ,,casual'' CS við lið af svipuðum styrkleika skrái sig í 3. deild. Þau lið sem ekki skrá sig sjálf í 2. deild verða sjálfkrafa skráð í 3. deild. Í 2. og 3. deild verður svo liðum skipt upp í riðla þannig að hver riðill innihaldi 6-8 lið og í framhaldi af því leikin útsláttarkeppni.

Forkeppni 1 og 2
Efstu tvö lið úr hvorri forkeppni tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild. Sæti 3 til 8 úr hvorri forkeppni tryggja sér þátttökurétt í 1. deild. Athugið að ef lið hefur unnið sér inn þátttökurétt í Úrvalsdeild eftir forkeppni 1 munum við sjálfkrafa afskrá þau úr forkeppni 2 og 3. Þau lið sem tryggja sér sæti í 1. deild í forkeppni 1 býðst enn að taka þátt í forkeppni 2. Forkeppnirnar hefjast kl. 12:00 þann 10. og 11. september og lýkur skráningu kl. 11:59 sama dag. og hvor keppni hefst.

Forkeppni 3
Að forkeppni 1 og 2 loknum gefst liðum kostur á að spila í forkeppni 3 upp á sæti í 1. deild. Þau lið sem ýmist hafa tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild eða 1. deild í gegnum forkeppni 1 og/eða 2 geta ekki spilað í forkeppni 3. Forkeppnin hefst kl. 12:00 sunnudaginn 18. september og lýkur skráningu kl. 11:59 sama dag. Óljóst er hversu mörg lið úr forkeppni 3 geta tryggt sér þátttökurétt í 1. deild en það mun skýrast eftir fyrstu tvær forkeppnirnar.

Rocket League
Liðum verður skipt upp í riðla eftir fjölda skráðra liða og reynt að ganga út frá því að hver riðill innihaldi 6-8 lið. Að lokinni riðlakeppni munu efstu lið hvers riðils etja kappi í útsláttarkeppni. Nánari upplýsingar er ekki hægt að veita fyrr en ljóst er hversu mörg lið skrá sig til leiks. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. september

Overwatch
Liðum verður skipt upp í riðla eftir fjölda skráðra liða og reynt að ganga út frá því að hver riðill innihaldi 6-8 lið. Að lokinni riðlakeppni munu efstu lið hvers riðils etja kappi í útsláttarkeppni. Nánari upplýsingar er ekki hægt að veita fyrr en ljóst er hversu mörg lið skrá sig til leiks. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. september.

Leiðbeiningar varðandi skráningu
Skráning liða og leikmanna
Til að skrá lið og leikmenn í keppni þurfa allir leikmenn að skrá notanda á vefsíðunni og skrá sig í mótið ,,Tuddinn Haustdeild 2016''. Einn úr liðinu, svokallaður liðsstjóri, sér um að skrá liðið í þá keppnisgrein sem liðið hyggst taka þátt í. Liðsstjórinn veitir svo liðsfélögum sínum lykilorð liðsins svo þeir geti gengið til liðs við liðið. Í Rocket League og Overwatch nægir að fullskrá lið í keppnisgrein en í CS:GO þurfa liðsmenn að skrá liðin sjálf í undirkeppnir.

Skráning liða í undirkeppnir (CS:GO)
Liðsstjórum gefst kostur á að skrá lið sín í forkeppnir 1, 2 og 3, ásamt 2. og 3. deild. Þessar undirkeppnir má finna hér: http://1337.is/index.php?did=39&p=subdivisions. Ef smellt er á undirkeppni ætti að birtast hnappur sem gerir liðsstjóra kleift að skrá liðið í viðkomandi undirkeppni í þeim tilfellum sem slíkt er í boði.

Löggildi liða og leikmanna
Til þess að lið teljist fullskráð í keppni, hvort sem það er forkeppni eða aðalkeppni, þarf liðið að innihalda að lágmarki jafnmarga meðlimi og keppnisgreinin segir til um (CS:GO 5 leikmenn, RL 3 leikmenn, OW 6 leikmenn). Einnig er nauðsynlegt að sami fjöldi meðlima hafi greitt þátttökugjald fyrir viðkomandi keppnisgrein. Leyfilegt er að skrá fleiri leikmenn í liðið. Allir keppendur þurfa að skrá inn auðkenni þeirra keppnisgreina sem þeir hyggjast taka þátt í. Það er gert hér: http://1337.is/index.php?p=users&a=editprofile

Dagskrá
Eftirfarandi dagskrá ætti að vera endanleg. Tímasetning í forkeppni miðast við fyrstu umferð í þeirri útsláttarkeppni. Tímasetning í riðlakeppni miðast við sjálfgefinn tíma (deadline) ef lið ná ekki að semja um tímasetningu. Viðureignir í riðlakeppni skulu hefjast fyrir kl. 22:00. Leyfilegt er að semja um tímasetningu fyrir sjálfgefinn tíma en viðureign skal ekki spiluð eftir þann tíma nema í samráði við mótsstjórnendur.

CS:GO
Laugardagur 10. september kl. 12:00 - Forkeppni 1
Sunnudagur 11. september kl. 12:00 - Forkeppni 2
Sunnudagur 18. september kl. 12:00 - Forkeppni 3
Allar keppnisgreinar
Sunnudagur 18. september kl. 24:00 - lokafrestur til að skrá lið